Um OiRA

OiRA – gagnvirka áhættumatstólið á Netinu - er vefkerfi sem býður upp á gerð staðlaðra áhættumatstóla fyrir atvinnugreinar á fjölda tungumála.

Það er þróað og viðhaldið af Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) og er byggt á hollenska hættumatstólinu RI&E

Hvers vegnar var OiRA verkefnið þróað?

Viðeigandi áhættumat er lykillinn að heilbrigðum vinnustöðum. Þó getur framkvæmd áhættumats verið töluvert flókin, sérstaklega fyrir ör- og smáfyrirtæki (MSE), þar sem þau kann að skorta úrræði og þekkingu á vinnuvernd (OSH) til að framkvæma hana á árangursríkan hátt.

OiRA (gagnvirka áhættumatstólið á Netinu) miðar að því að sigrast á þessu. Það er fyrsta verkefnið á vettvangi ESB til að hvetja evrópsk ör- og smáfyrirtæki til að meta áhættu sína með því að nota tæki sem innlend yfirvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa þróað   (samtök atvinnurekenda og launþega) – á vettvangi ESB og aðildarríkjanna.

Hver eru markmið OiRA?

  • Á Evrópuvísu:
    • að auka fjölda ör- og smáfyrirtækja í Evrópu sem meta og stjórna áhættum á sínum vinnustað
    • að stuðla að því að fækka (með viðeigandi áhættumati) vinnuslysum og sjúkdómum og bæta vinnuaðstæður
    • að hjálpa fyrirtækjum (með viðeigandi hættumati) að verða samkeppnishæfari (með því að draga úr kostnaði sem hlýst af vinnuslysum og sjúkdómum, lækka tíðni veikindaleyfa, o.s.frv.).
  • Á landsvísu og innan atvinnugeira:
    • að ör- og smáfyrirtæki hafi til umráða hagnýt OiRA tól í gegnum vefsíður sínar og kynna notagildi þeirra
    • að stuðla að markmiðum á landsvísu í þá átt að draga úr fjölda vinnuslysa og sjúkdóma með því að gera OiRA tólin aðgengileg fyrirtækjum.
  • Innan fyrirtækja:
    • að tryggja vinnuvernd starfsmanna (almenn skylda vinnuveitenda og fyrirtækja) með því að hvetja til notkunar á OiRA tólum í fyrirtækjum og vinnusölum og þar með koma á fót traustu áhættumatsferli
    • að einfalda hættumatsferlið
    • að bæta vinnuskilyrði með því að stuðla að notkun á tólinu til að meta hættur á vinnustað og þannig að bæta frammistöðu fyrirtækja.

Hvernig virkar OiRA?

OiRA er vettvangur á Netinu sem samanstendur af OiRA tólaskaparanum (þar sem þróunaraðilar geta búið til atvinnugreinatól) og OiRA starfsgeira verkfærum, sem eru aðgengileg fyrir ör- og smáfyrirtæki í gegnum gagnvirka vefsíðu.

OiRA tólaskaparinn er í boði frítt fyrir aðila vinnumarkaðarins innan ESB og á landsvísu, og fyrir ESB og landsyfirvöld.

OiRA samstarfsaðilar geta notað OiRA tólaskaparann til að búa til áhættumatstæki fyrir mismunandi geira, áhættu eða starfsemi. Þessi verkfæri eru síðan gerð aðgengileg fyrir ör- og smáfyrirtæki til að framkvæma áhættumat sitt.