Á ESB-stigi eru engar fasta reglur um hvernig framkvæma á áhættumat (þú verður að athuga viðeigandi löggjöf í þínu landi sem snýr að áhættumati). Aftur á móti eru tvær meginreglur sem ávallt ætti að hafa í huga þegar farið er af stað með áhættumat:
-
að byggja matið þannig upp að þar sé tryggt að tekið sé tillit til allra viðeigandi ógna og áhætta (t.d. að ekki sé litið framhjá ákveðnum verkefnum, s.s. þrifum, sem eru mögulega unnin utan venjulegs vinnutíma, eða öðrum deildum á borð við sorpþjöppun);
-
þegar áhætta er greind, að hefja matið á fyrstu meginreglunum með því að skoða hvort hægt sé að koma í veg fyrir áhættuna.
OiRA tólum er ætlað að hjálpa stofnunum í þessu ferli. Þau veita leiðbeiningar til að geta nálgast áhættumatið á skipulegan hátt og fela í sér fullt af hagnýtum lausnum til að leiðbeina notandanum við að grípa til aðgerða. Innlendir samstarfsaðilar OiRA sjá til þess að tekið sé tillit til margs konar hugsanlegrar áhættu innan tiltekins geira á landsvísu.
Evrópski leiðarvísirinn um áhættumat á vinnustað felur í sér aðferð sem byggir á nokkrum ólíkum þrepum. Þetta er ekki eina leiðin til að framkvæma áhættumat, en það eru til margs konar aðferðir við að ná þessu sama markmiði. Það er engin ein „rétt“ leið til að framkvæma áhættumat og ólíkar aðferðir geta virkað við ólíkar aðstæður.
Það er engin ein „rétt“ leið til að framkvæma áhættumat og ólíkar aðferðir geta virkað við ólíkar aðstæður. Markviss aðferð í áföngum (sem felur í sér þætti hættustýringar), eins og sú sem fjallað er um hér að neðan, gæti hentað vel fyrir flest fyrirtæki, sér í lagi smærri og meðalstór fyrirtæki.
- 1. skref Hættur greindar og það starfsfólk sem er í hættu vegna þeirra
- Skilgreina þætti í vinnu sem gæti valdið skaða og finna út hvaða starfsfólk gæti verið í hættu vegna þeirra.
- 2. skref Mat og forgangsröðun áhættu
- Mat á núverandi áhættum (alvarleiki og líkur á skaða) og forgangsröðun á þeim eftir mikilvægi.
- 3. skref Ákvörðun um fyrirbyggjandi aðgerðir og framkvæmd þeirra
- Greina viðeigandi þætti til að koma í veg fyrir og stýra áhættunum og grípa til aðgerða. Innleiða fyrirbyggjandi varnaraðgerðir með forgangsáætlun.
- 4. skref Eftirlit og yfirferð
- Fara þarf yfir áætlunina með reglulegu millibili til að tryggja að hún sé í gildi.
Öll OiRA tól fylgja ofangreindum skrefum.
Skrásetning áhættumats
Halda þarf skrásetningu á niðurstöðum áhættumats á vinnustað til haga. Slíka skrá má nota sem viðmið til að:
- miðla upplýsingum til hlutaðeigandi einstaklinga;
- meta hvort nauðsynlegar aðgerðir hafa verið innleiddar;
- leggja fram sönnunargögn fyrir eftirlitsyfirvöld;
- sérhverja endurskoðun ef aðstæður breytast.
Mælt er með að skrá að minnsta kosti eftirfarandi upplýsingar:
-
nafn og hlutverk aðila sem framkvæmir skoðunina;
-
hættur og áhættur sem voru greindar;
-
hópar starfsfólks sem búa við ákveðnar áhættur;
-
nauðsynlegar varnaraðgerðir;
-
upplýsingar um innleiðingu aðgerða, t.d. nafn þess aðila sem er ábyrgur og dagsetning;
-
upplýsingar um eftirlit og fyrirkomulag yfirferðar, auk dagsetninga og hlutaðeigandi aðila;
-
upplýsingar um þátttöku starfsfólks og fulltrúa þeirra í áhættumatsferlinu.
Skár yfir möt þarf gera í samráði við og með þátttöku starfsfólks og/eða fulltrúa þeirra og þurfa að vera þeim aðgengilegar til upplýsingagjafar. Viðeigandi starfsfólk þarf, hvernig sem öðru líður, að vera upplýst um niðurstöður hvers mats sem tengist þeirra starfsstöð og um aðgerðir sem gripið er til í samræmi við niðurstöður matsins.
OiRA tólin gefa mismunandi skýrslur til að skrá áhættumatið sem unnið hefur verið og þær ráðstafanir sem voru ákveðnar.