Mynd
Ísland
Administration of Occupational Safety and Health in Iceland
Vefsíða
http://www.vinnueftirlitid.isOiRA samstarfsverkfæri
Sýnir 1 - 5 af 6
Lifandi flutningur - Sviðslistir
Rafmagnsvinna
OiRA verkfæri fyrir rafmagn er frábært verkfæri til þess að meta almennar áhættur sem fylgja því að vinna við rafmagn. Þetta áhættumat er aðallega ætlað í almenn rafmagnsverkefni og er hugsað fyrir lítil eða meðalstór fyrirtæki.
Verkfærið leysir ekki af hólmi flóknara áhættumat sem fylgir stærri verkefnum eða sérverkefnum þar sem öryggiskröfur eru mjög háar. En verkfærið er mjög gott grunn áhættumat fyrir þau fyrirtæki sem ekki hafa aðgang að áhættumati fyrir rafmagn.
Þetta verkefni var samstarfsverkefni Rafmenntar og Vinnueftirlitsins. Allar ábendingar varðandi verkfærið má senda á contact form.
Búum vel – rafrænt áhættumat
Öryggis- og vinnuverndarmál eru mikilvægur þáttur í rekstri í nútímalandbúnaði. Oira-verkfærið hjálpar bændum og öðrum sem starfa við landbúnað að meta þær áhættur sem felast í starfsumhverfinu. Rafrænu áhættumati er ætlað að vera leiðarvísir fyrir notandann og minnka líkur á slysum.
Þegar búið er að svara öllum þáttum áhættumatsins skilar Oira skýrslu til notandans sem er eingöngu aðgengileg honum og til eigin notkunar.
Áhersla er lögð á brunavarnir, slysavarnir og meðferð og umgengni við vélar. Heilsufarsþættir eru metnir og einnig er farið yfir gildi smitvarna. Ásýnd og býlis og umgengni hefur sitt að segja um áhættustig og eru þeir þættir einnig teknir til skoðunar.
Oira-áhættumatið er unnið í samvinnu Vinnueftirlitsins og Bændasamtaka Íslands. Það er byggt á leiðbeiningahefti um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði sem er aðgengilegt á www.bondi.is.
Peluquerías
Verkfærið er auðvelt í notkun, ókeypis og opið öllum. Í því eru settar fram tillögur og dæmi um úrbætur í vinnuumhverfinu, tilvísanir í lög og reglur og myndir til útskýringar. Verkfærið metur áhættu fyrir notandann og sér um að skrifa lokaskýrslu. Í framhaldinu þarf vinnustaðurinn að gera nauðsynlegar úrbætur. Áhættumatið skiptist í fimm efnisþætti: Vinna á hársnyrtistofu, hússnæði, notkun efna, starfsandi og streita og vinnuverndarstarf.
Vinna á skrifstofu
Verkfærið er áhættumatsverkfæri fyrir Vinnu á skrifstofu. Verkfærið er auðvelt í notkun, ókeypis og opið öllum. Í verkfærinu eru settar fram tillögur og dæmi um úrbætur í vinnuumhverfinu. Einnig eru tilvísanir í lög og reglur og fjöldi mynda til útskýringar. Verkfærið metur áhættu fyrir notandann og sér um að skrifa lokaskýrslu. Í verkfærinu eru fjórir meginkaflar. Það eru Almenn skrifstofustörf, Umhverfi og skipulag skrifstofu, Starfsandi og Streita og Vinnuverndarstarf.